Hundaþjálfun Trausta
Hundaþjálfari
Trausti Óskarsson
Trausti byrjaði 19 ára gamall með sinn annan hund að hafa áhuga á hundaþjálfun. Hann las nokkrar bækur og horfði aftur og aftur á Cesar Millan öðru nafni The dog whisperer og reyndi að læra sem mest af honum. Að lokum valdi hann nám við skóla sem hentaði hans hugmyndafræði. Trausti hefur einnig gaman að því að vinna með fólki, hann er lærður markþjálfi, sótti nám í félagsfræði og félagsráðgjöf í Háskóla Íslands, einnig vann hann með Félagi flogaveikra í rúmlega 10 ár og er núna í stjórn hjá Ungliðahreifingu Öryrkjabandalagsins. Hann hefur gaman af atferli hjá hundum og fólki. Í dag á Trausti tveggja ára border collie tík og er að læra kenna henni að smala undir góðri handleiðslu. Það sem honum finnst skemmtilegast í hundaþjálfun er smölun og hundar með hegðunarvandamál.
Menntun
Trausti hefur haft áhuga á hundum alla sína ævi en að lokum sótti hann sér menntun í hundaþjálfun og atferlisfræði í einum virtasta hundaþjálfaraskóla í heiminum sem er í Bandaríkjunum. Þeir þjálfa hunda og hundaþjálfara. Þeir þjálfa allt frá lögregluhundum, árásarhundum, aðstoðarhundum, leitarhundum, gæludýrahundum og atferlisfræði. Þeir þjálfa einnig þjálfara fyrir þetta allt. Einstaklingar frá 36 löndum hafa sótt nám hjá þeim. Hægt er að skoða heimasíðu þeirra hérna https://internationaldogtrainerschool.com/ .
Trausti útskrifaðist með 9,7 í verklegu og var hæðstur af 7 nemendum, 10 í fagmennsku og 7,8 í bóklegu. Lokaeinkunn 9,2