top of page

Þjónusta í boði

Einkatímar

1

Atferlismat er einfaldlega tími til að hitta hugsanlegan viðskiptavin og hundinn þeirra. Við gerum þetta til að fá tækifæri til að ræða og sjá þarfir viðskiptavinarins. Einnig notum við þetta tækifæri til að meta og greina hvers kyns hegðunarvandamál sem hundurinn kann að hafa. Lykillinn að því að breyta hegðun er að finna rót vandans. 

2

Einstaklingsmiðuð þjálfun

Einstaklingsmiðuð þjálfun sem er fyrir hunda með hegðunarvandamál. Þetta eru tímar sem koma á eftir atferlismati. Sett er upp æfingaprógram sem hentar hund og eiganda með stigvaxandi æfingum (babysteps)

3

Grunnhlýðni í heimahúsi

Grunnnámskeið er fyrir hundaeigendur sem vilja fá grunninn að hundauppeldi. Þjálfari mætir í heimahús og vinnur með hund og eiganda eftir ákveðnu prógrammi. Þetta er ekki einstaklingsmiðað heldur er þetta fastmótað efni þó það sé tekið tillit til hvað hundurinn kann mikið. 

Hóptímar

1

Grunnhlýðni

Námskeið sem er er góður grunnur fyrir alla hundaeigendur. Farið yfir helstu skipanir, að fylgja eftir skipunum og eigendur kynntir fyrir nokkrum æfingum sem þeir geta gert heima, 

2

Hundaþjálfun fyrir börn

Börnum kennt að læra að vera ábyrgir hundaeigendur, kenndir eru uppbyggjandi leikir fyrir hund og barn. Einnig er sett ábyrgð á börnin með heimaverkefnum.

3

Hvolpatímar

Hvolpatímar eru tímar sem nokkrir hvolpar koma saman og læra leika sér í stjórnuðu umhverfi. Nauðsynlegt fyrir alla hvolpa.

bottom of page