top of page

Hundaþjálfun fyrir börn

327989989_8511014035635716_984978702400966843_n.jpg

Hundaþjálfun fyrir börn

Hundaþjálfun fyrir börn er fyrir foreldra og barn. Æskilegt er að foreldri eða forráðamaður fylgi barni gegnum námskeiðið. Í námskeiðinu er börnum kennt grunnur að því hvernig eigi að umgangast hunda, vera ákveðin, kenna þeim skipannir, að það þurfi ekki alltaf að vera æsingur og að barnið geti leikið sér án þess að hundurinn sé ofaní þeim. Við förum einnig yfir leiki sem eru góðir eins og leita að nammi og dóti, sækja bolta og fleira. Við reynum einnig að gera börnunum skiljanlegt hve mikil ábyrgð er að eiga hund og setja þeim heimavinnu sem þau þurfa að skila í hverri viku. 

Verðskrá

Verð 39.900 krónur fyrir átta skipti

6-8 hundar í hóp.

Námskeið hefjast með sumrinu

326885088_1268345144103971_540998677448239804_n.jpg

Hvað er farið yfir á námskeiðinu

 • Lokka

  • Hvað er að lokka? það er þegar nammi er notað og hundurinn lokkaður í stellingar eins og leggstu, sestu, bælið/búrið, hælganga osfv. Þegar hundurinn lærir það þá förum við að bæta skipunum við eins og sestu við skipunina þegar hundurinn sest.​

 • Sestu

 • Leggstu

 • Kyrr

 • Bælið/búrið

 • Þarfir hundsins

 • Vera ákveðinn

 • Áreiti

  • Þó að það séu læti og leikur þá þarf hundurinn samt að geta verið rólegur

 • Fyrirbyggja slæma hegðun

  • Fræðsla um hvað á að gera og hvað á ekki að gera.​

 • Verðlaun og leiðrétting

  • Verðlauna rétta hegðun og leiðrétta slæma hegðun​

 • Ekki verðlauna slæma hegðun

 • Mikilvægi þess að umhverfisvenja hundinn

 • Hverju þarf hundurinn minn á að halda

 • Hvernig byggir þú upp sjálfstraust hjá hundum

 • Mikilvægi þess að hundurinn sem með gott sjálfstraust og umverfisvaninn kemur í veg fyrir hegðunarvandamál

 • Fylgja eftir

 • Kenna mörk

 • Leikir

  • Kasta bolta og skila​

  • Leita að dóti og nammi.

bottom of page