top of page

Grunnhlýðni í heimahúsi

327989989_8511014035635716_984978702400966843_n.jpg

Grunnhlýðni í heimahúsi

Námskeiðið er góður grunnur fyrir hundaeigendur sem vilja fá grunninn að hundauppeldi. Þjálfari mætir í heimahús og farið er saman yfir hvað markmið þjálfunnar sé og unnið að því. Þjálfari hittir eiganda 3 sinnum og farið er yfir efni frá síðasta tíma (upprifjun), spurningum svarað, fræðsla og æfingar sem farið er yfir og eigandi á að gera í áframhaldi með hundinum. Þetta er mikið persónulegra og einstaklingsmiðaðara heldur en hópnámskeið og virkar vel því við getum fókusað á 1 hund í einu og veitt honum 100% athyggli. Einnig erum við að vinna heima þar sem hundurinn eyðir mestum tíma. Það er einnig í boði að fara annað ef það á við ef fólk vill æfa hluti eins og taumgöngu.

Verðskrá

Verð 40.000 krónur fyrir þrjú skipti

Hægt er að kaupa auka tíma á 15.000 kr ef það er áhugi fyrir því.

Til að bóka sendu okkur línu á hundathjalfuntrausta@gmail.com  Facebook, Instagram eða bara hringja í síma 6631121

326885088_1268345144103971_540998677448239804_n.jpg

Dæmi um hluti sem hægt er að vinna með

  • Lokka

    • Hvað er að lokka? það er þegar nammi er notað og hundurinn lokkaður í stellingar eins og leggstu, sestu, bælið/búrið, hælganga o.s.frv. Þegar hundurinn lærir það þá förum við að bæta skipunum við eins og sestu við skipunina þegar hundurinn sest.​

  • Sestu

  • Leggstu

  • Kyrr

  • Bælið/búrið

  • Hælganga

    • Mikilvægt að hundurinn læri að hunsa allt í hælgöngu​ nema eiganda.

    • Þegar hundurinn er í hæl á hann ekki að flaðra upp um fólk, hitta hunda,fólk, þefa osfv. nema eigandi leyfir það.

  • Nota búrið rétt

    • Hvernig gerum við það? Það er gert með því að það sé öruggur staður fyrir hundinn, aldrei notaður sem skammarkrókur því þá tengir hann neikvætt við búrið. ​

    • Búrið á að vera jákvæður staður til að vera á eins og lazyboy eða góður sófi, ekki eins og fangelsi. Þessvegna verður að búrvenja eins og það heitir svo að það sé gert rétt til að fyrirbyggja vandamál

  • Innkall

    • Við gerum nokkrar innkallsæfingar sem eigendur geta farið lengra með. Stjórna áreiti og auka það þegar hundurinn er tilbúinn í það. Nota langann spotta til að leiðrétta hundinn þegar hann hlýðir ekki​

  • Áreiti

    • Í hundaþjálfun er mikilvægt að stjórna áreiti í hringum hundinn, þ.e.a.s. hljóðum, umferð. fólki, dýrum o.s.frv.

    • Afhverju? Því við viljum fulla einbeitingu á okkur sem erum að leiðbeina honum. Því meira áreiti því erfiðara er fyrir hann að sýna okkur athygli því það er svo margt annað spennandi í boði.

    • Hvernig gerum við það? Með því að byrja heima í stjórnuðu umhverfi og færa okkur svo kannski útí garð og gera æfingar þar, svo næst hundagerði með engum hundum svo niður í hundagerði með hundum. Babysteps ​

  • Fyrirbyggja slæma hegðun

    • Fræðsla um hvað á að gera og hvað á ekki að gera.​

  • Verðlaun og leiðrétting

    • Verðlauna rétta hegðun og leiðrétta slæma hegðun​

  • Ekki verðlauna slæma hegðun

  • Mikilvægi þess að umhverfisvenja hundinn

  • Hverju þarf hundurinn minn á að halda

  • Hvernig byggir þú upp sjálfstraust hjá hundum

  • Mikilvægi þess að hundurinn sem með gott sjálfstraust og umverfisvaninn kemur í veg fyrir hegðunarvandamál

  • Fylgja eftir

  • Setja reglur

    • Það er mjög mikilvægt að setja reglur svo hundurinn endi ekki á því að stjórna heimilinu því þá fara hegðunarvandamál að koma í ljós​

  • Kenna mörk

    • Hvað má gera​

    • hvað á ekki að gera

    • Persónulegt space hjá okkur og öðrum hundum.

    • Ekki stela mat

    • ekki rjúka út þó hurðin sé opin.

bottom of page